Hälsans kök grænmetisbollurPakki af heilhveiti tortillum

1 stk avakadó, afhýðað og skorið í sneiðar
1 stk sæt kartafla, flysjuð og skorin í teninga
1 pakki kóríander
1 stk rauðlaukur, skrældur og skorin í sneiðar
1 msk olía
Salat (má vera hvað salat sem er ruccola, iceberg osfrv)
Salt og pipar

Kartöfluteningar eru settir í eldfast mót með olíu og salti og pipar. Þetta er bakað við 180 gráður í ca.20 mín.

Dressing
1 dós 18% sýrður rjómi
1 tsk dijon sinep
1 msk limesafi
1 msk hunang
1 stk hvítlauksgeiri fínt saxaður
Búnt steinselja fínt söxuð

Öllu hrært vel saman og sett í kæli

Hälsans kök grænmetisbollur eru hitaðar í ofni eftir leiðbeiningum á pakka.

Hveiti tortillur eru snögg hitaðar á heitri pönnu settar á disk ásamt salati smá af sætum kartöfluteningum avakadó,nokkrum grænmetisbollum,rauðlauk og smá kóríander dressing sett yfir og tortillunni lokað.